top of page
Academics: Section Title
island.png

SAGAN

 
 

Kjötvinnsla Sigurðar tók til starfa í nóvember 1989 í húsnæði Höfðakaffis við Vagnhöfða 11 í Reykjavík en 1991 flutti fyrirtækið á Smiðjuveg 36 í Kópavogi og er þá stofnað undir þeirri kennitölu sem fyrirtækið er rekið í dag.  Eigendur að þessu fyrirtæki voru hjónin Sigurður Ólafsson kjötiðnaðarmeistari og Ragnheiður Nielsen bankagjaldkeri og hafa þau ávallt unnið við fyrirtækið.  Sigurður við kjötskurð og framkvæmdarstjórn en Ragnheiður meðal annars við bókhald og gjaldkerastörf.

 

Árið 1995 flutti fyrirtækið yfir götuna á Smiðjuveg 10 og fór þá úr 150 fm. húsnæði í 580 fm.  Árið 1998 seldu Sigurður og Ragnheiður helmingshlut í fyrirtækinu til svínabúsins að Brautarholti á Kjalarnesi.  Við söluna var ákveðið að skipta um nafn á fyrirtækinu og að nýja nafnið myndi verða Esja kjötvinnsla en kennitölunni ekki breytt. 

 

Í febrúar 2002 flutti fyrirtækið í sérhannað 1.000 fm. húsnæði að Dugguvogi 8 í Reykjavík.

Um áramótin 2010/2011 keypi Esja kjötvinnsla ehf. kjötvinnsluna Gæðafæði ehf og sameinaði fyrirtækin í húsnæðinu í Dugguvoginum. Nafn fyrirtækisins breyttist í Esja Gæðafæði ehf. með kenntiölu Esju kjötvinnslu. Við sameininguna áttuðu menn sig á því að húsnæðið í Dugguvoginum var orðið of lítið og fóru menn að leita hófanna að nýju húsnæði til framtíðar fyrir vinnsluna.Í byrjun árs 2012 fluttum við okkur á Bitruháls 2 í 5.000 fm. sérhannað húsnæði til matvælavinnslu. Á Bitruhálsinum höfum við komið okkur vel fyrir og sjáum að þar geti fyrirtækið vaxið til framtíðar.

 

Í janúar 2016 var fyrirtækið selt til Kaupfélags Skagfirðinga og hugmyndin er að sameina fyrirtækið við Kjötbankann í Hafnarfirði. Í byrjun júní 2016 sameinuðust Esja Gæðafæði ehf. og Kjötbankinn í húsnæðinu að Bitruhálsi. Hugmyndin er að byggja þar upp stóra og öfluga kjötvinnslu sem sinnir bæði mötuneytum, veitingahúsum, verslunum og öðrum þeim sem sækjast eftir góðum vörum á sanngjörnu verði.  Helstu viðskipti fyrirtækisins hafa verið á Reykjavíkursvæðinu en með öflugum sölumönnum ætlum við okkur líka að sinna lansbyggðinni vel.  Fyrirtækið hefur sérhæft sig í þjónustu við mötuneyti, eldhús, veisluþjónustur, veitingahús, skóla, leikskóla, hótel, sumarhótel og veiðihús.

kjullli-netid.jpg
Academics: Services
bottom of page