Jafnréttisáætlun Kaupfélags Skagfirðinga svf. og dótturfélaga

Jafnréttisáætlun Kaupfélags Skagfirðinga svf. (KS) er ætlað að tryggja jafnrétti og sömu tækifæri fyrir alla starfsmenn til að nýta hæfileika sína í starfi, óháð kyni og öðru er kann að greina þá að. Lögð er áhersla á að bæði stjórnendur og starfsmenn séu meðvitaðir um mikilvægi jafnréttis í daglegum störfum, við stefnumótun og ákvarðanatöku.

Jafnréttisáætlunin gildir fyrir alla starfsmenn KS. Félagið leggur metnað sinn í að vera fyrirmyndar fyrirtæki og gæta jafnréttis milli starfsmanna.

Jafnréttisáætlun Kaupfélags Skagfirðinga svf. tekur gildi 10.08.2020 og verður endurskoðuð árlega samhliða jafnlaunakerfi. Áætlunin er gerð til samræmis við lög nr. 10/2008.

KS hefur hafið vinnu til að öðlast jafnlaunavottun og mun lokaúttekt fara fram í desember 2020.

Launajafnrétti

Starfsmönnum skal greiða jöfn laun og veita sömu kjör fyrir sömu og jafnverðmæt störf.  Laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir alla starfsmenn. 

MarkmiðAðgerðÁbyrgðTímarammi
Ákvörðun launa og starfskjara skal ekki fela í sér mismunun af neinu tagi.Árlega skulu laun og kjör starfsmanna greind með launagreiningu sem framkvæmd er samhliða jafnlaunaúttekt.AðstoðarkaupfélagsstjóriFyrir septemberlok, ár hvert.
Markmið Kaupfélags Skagfirðinga er að hafa sem minnstan mun á launum kynjanna, eða innan við ± 2%.Innleiðing jafnlaunakerfis og markvisst umbótastarf.Aðstoðarkaupfélagsstjóri Allir sem koma að launaákvörðunumFyrir september 2021.
Að yfirvinna standi jafnt konum og körlum til boða og jafnframt séu þeir sem ekki sjá sér fært að sinna yfirvinnu ekki látnir gjalda þess.Gefa öllu starfsfólki kost á að vinna yfirvinnu.Yfirmenn deildaÞegar slíkar aðstæður koma upp.

Laus störf og framgangur í starfi

Störf sem laus eru til umsóknar standa öllum jafnt til boða.  Jafnréttissjónarmið eru metin til jafns við önnur sjónarmið við ráðningar.

MarkmiðAðgerðÁbyrgðTímarammi
Laus störf standa öllum til boða og allir, sem starfinu valda,  hvattir til að sækja um, óháð kyni.Auglýsingar skulu ókyngreindar og það kyn er hallar á í starfshópnum hvatt til að sækjast eftir starfinu.Aðstoðarkaupfélagsstjóri Yfirmenn deildaÞegar störf eru laus.
Allir starfsmenn, óháð kyni, njóta sömu möguleika til endurmenntunar, símenntunar og starfsþjálfunar. Einnig til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings fyrir önnur störf.Að veita starfsmönnum svigrúm til að auka og halda við þekkingu. Stjórnendur skulu hvetja alla starfsmenn til að afla sér aukinnar þekkingar. Fræðslu-/upplýsingafundur haldinn með yfirmönnum deilda.Deildarstjóri starfsmannahalds Yfirmenn deildaFræðslufundur fyrir lok nóvember ár hvert.  

Samræming fjölskyldu- og starfsábyrgðar

Leitast skal við að gera starfsmönnum kleift að samræma sem best fjölskyldu- og starfsábyrgð. KS leitast við að koma til móts við starfsmenn komi til óviðráðanlegra fjölskylduaðstæðna, svo sem langvarandi veikinda eða dauðsfalls.  Þessar aðstæður mega ekki hafa áhrif á ákvarðanir um framgang í starfi.

MarkmiðAðgerðÁbyrgðTímarammi
Vinnutími sé fyrirfram ákveðinn, svo samræma megi fjölskyldu- og starfsábyrgð.Gefa starfsmönnum kost á sveigjanlegum vinnutíma, þar sem hægt er að koma því við.Yfirmenn deildaÞegar ráðning á sér stað og á starfstíma.
Að þeir sem rétt eigi til foreldra- og fæðingarorlofs, ásamt því að sinna veikum börnum geti gert það.Starfsmönnum séu kynnt þessi réttindi við ráðningu og/eða þegar svo ber undir.Yfirmenn deildaÞegar slíkar aðstæður koma upp.

Kynbundið ofbeldi, kynferðisleg áreitni og einelti

Allir starfsmenn KS eiga skilið að komið sé fram við þá af sanngirni og virðingu.  Leitast skal við að starfsumhverfið stuðli að öryggi og vellíðan starfsmanna. Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni,  einelti og önnur óæskileg hegðun verður ekki liðin.  Stjórnendum ber skylda til að taka á öllum málum sem upp kunna að koma og fylgja verklagsreglum sem um slíkt athæfi gildir.   

MarkmiðAðgerðÁbyrgðTímarammi
Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og önnur óæskileg hegðun af öllu tagi verður ekki liðin hjá KS.Verklagsreglum sem settar hafa verið skal fylgt í hvívetna berist kvörtun og/eða ábending og leitað til fagaðila ef þurfa þykir. Unnin verði forvarnaráætlun. Starfsmenn fái fræðslu um forvarnir og aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi, kynbundinni og kynferðirslegri áreitni.Aðstoðarkaupfélags-stjóri Deildarstjóri starfsmannahaldsVið upphaf starfs skal starfsmanni kynnt viðbragðsáætlun og stefna KS í málum sem snúa að einelti, kynbundnu ofbeldi, kynbundinni og kynferðislegri áreitni á vinnustað.

Eftirfylgni og endurskoðun

Aðstoðarkaupfélagsstjóri ber ábyrgð á að jafnréttisáætlun sé fylgt eftir.  Samhliða árlegri úttekt á jafnlaunakerfi skal jafnréttisáætlunin yfirfarin og framkvæmd hennar innan félagsins metin. Greint er hvernig þróun launa karla og kvenna hefur verið.  Niðurstöður skulu kynntar fyrir stjórn og stjórnendum félagsins og aðgerðaráætlun næsta árs kynnt.

MarkmiðAðgerðÁbyrgðTímarammi
Jafnréttisáætlunin skal endurskoðuð árlega samhliða úttekt á jafnlaunakerfi.Samhliða árlegri úttekt á jafnlaunakerfi skal framkvæma launagreiningu fyrir liðið ár. Niðurstaðan kynnt fyrir stjórn og stjórnendum félagsins með formlegum hætti. Ef frávik eru skal brugðist við þeim og bætt úr.Aðstoðarkaupfélagsstjóri  Fyrir lok september ár hvert.
Að allir starfsmenn KS séu meðvitaðir um stefnu félagsins í jafnréttismálum.Að upplýsa starfsmenn með reglubundnum hætti.  Fræðsluefni á hvern vinnustað.Deildarstjóri starfsmannahalds Yfirmenn deildaFræðslufundur fyrir lok nóvember ár hvert.  

Equality Plan of Kaupfélag Skagfirðinga svf.and its subsidiaries

The equality plan of Kaupfélag Skagfirðinga svf. (KS) is intended to ensure equality and same opportunities for all employees to utilize their talents in their work, regardless of gender and anything else that might discriminate them. An emphasis is placed on both supervisors and employees being conscious of the importance of equality in their daily work, strategy planning, and decision making.

The equality plan is valid for all employees of KS. The company puts an emphasis on being a role model company and protecting the equality between employees.

The equality plan of KS is valid as of 10.08.2020 and will be reviewed annually in parallel with equal pay system. The plan is made in accordance with law No. 10/2008.

KS has begun work in order to achieve equal pay certification and the final audit will take place in December 2020.

Pay equality

Employees should be paid equal salaries and provided with the same terms for the same and equally valuable jobs. Salaries should be decided in the same way for all employees. 

GoalsOperationResponsibilityTime frame
The decision of salaries shall not include discrimination of any kind.Annually salaries and terms of employees shall be analyzed with salary analysis that is executed in parallel with equal pay audit.Assistant managing directorBefore the end of September each year.
The goal of KS is to keep as little pay gap between the genders as possible, or less than ± 2%.Implementation of equal pay system and purposeful reform work.Assistant managing director Everyone involved in salary decisionsBefore September 2021.
That overtime be open to both women and men and also that those who do not see themselves able to work overtime will not suffer for it.Make it possible for all employees to work overtime.Heads of departmentsWhen such situations arise.

Vacant positions and career advancement

Jobs that are available for application are equally available to all.  Equality perspectives are valued equally with other perspectives upon hiring.  

GoalsOperationResponsibilityTime frame
Jobs that are available for application are equally available to all and everybody, who is able to do the job, is encouraged to apply, regardless of gender.Advertisements shall be non-gender-based and the gender that is at a disadvantage in the working group is encouraged to pursue the job.Assistant managing director Heads of departmentsWhen jobs become vacant.
All employees, regardless of gender, enjoy the same opportunities for retraining, continuing education, and internship. Also, to attend courses that are held to increase career competence or for preparation for other jobs.To provide employees with the space to increase and maintain their knowledge. Supervisors should encourage all employees to acquire increased knowledge. Education/information meeting held with heads of departments.Head of personnel management Heads of departmentsEducational meeting before the end of November each year.  

Coordination of family and career responsibilities

The company shall seek to make it possible for the employees to coordinate as best family and career responsibilities. KS seeks to meet employees’ needs in case of uncontrollable family circumstances, such as chronic illness or death. These circumstances must not affect decisions about career advancement.

GoalsOperationResponsibilityTime frame
Work hours should be decided beforehand, so that coordination of family and career responsibilities is made possible.Give employees the chance of flexible work hours, where possible.Heads of departmentsWhen hiring takes place and during hiring period.
That those who have the right for a parents’ and maternity leave, as well as to care for sick children, can do so.Employees should be notified about these rights upon hiring and/or when applicable.Heads of departmentsWhen such situations arise.

Gender-based violence, sexual harassment and bullying

All employees of KS deserve to be treated with fairness and respect.  KS seeks to promote a safe work environment and the well-being of employees. Gender-based violence, gender-based harassment, sexual harassment, bullying, and other undesirable behaviour of any kind will not be tolerated.  The supervisors are obliged to deal with all matters that might come up and to follow the procedures that apply to such an act.

GoalsOperationResponsibilityTime frame
Gender-based violence, gender-based harassment, sexual harassment, and other undesirable behaviour of any kind will not be tolerated at KS.Procedures that have been made shall be followed in all respects in case a complaint and/or a tip is received, and professionals consulted if need be. A prevention plan will be made. Employees will receive information on preventions and actions against gender-based violence, gender-based and sexual harassment.Assistant managing director Head of personnel management  Upon starting a job an employee shall be introduced to the action plan and policy of KS in matters related to bullying, gender-based violence, gender-based and sexual harassment in the work place.

Follow-up and review

The assistant managing director is responsible for the equality plan to be followed through.  Parallel to an annual audit of equal pay system the equality plan shall be reviewed and the execution of it within the company evaluated. An analysis is made of how the development of the salaries of men and women has been. The conclusions shall be introduced to the board and management of the company and the action plan of next year introduced.

GoalsOperationResponsibilityTime frame
The equality plan shall be reviewed annually in parallel with an audit of equal pay system.Parallel to an annual audit of equal pay system a salary analysis for the past year shall be carried out. The conclusion formally introduced to the board and management of the company. In case of anomalies, they shall be responded to and improved.Assistant managing director  Before the end of September each year.
That all employees of KS shall be conscious of the policy of the company in equality matters.To inform employees regularly. Educational matters at each workplace. Head of personnel management Heads of departmentsEducational meeting before the end of November each year.