Flutningur yfirstaðinn

Esja Gæðafæði hefur flutt starfsemi sína að
Bitruhálsi 2 í Reykjavík.

Frá því um miðjan nóvember 2011 höfum við verið að standsetja nýtt framtíðar húsnæði fyrirtækisins að Bitruhálsi 2 þar sem áður var Osta og smjörsalan.

Húsið hefur allt verið tekið í gegn samkvæmt nýrri Evrópu matvælalöggjöf.

Fyrirtækið hefur vaxið hratt undanfarin ár og var komið á endastöð hvað varðar húsnæðið í Dugguvogi.